Jón Jónsson

Um viðburðinn

Hafnfirðingurinn Jón Jónsson hefur undanfarin ár verið einhver ástsælasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Jón hefur glatt fólk hvar sem hann kemur en það skiptir engu máli hvort hann er með sína frábæru hljómsveit á bakvið sig eða einn með kassagítarinn. Hann gefur sig alltaf allan fram við það að skapa réttu stemminguna. Jón hefur verið að vinna í nýju efni að undanförnu og síðasta sumar sendi hann frá sér lagið Your day sem var eitt allra vinsælasta lag sumarsins hér á Íslandi. Búast má við meira af nýju og skemmtilegu efni frá Jóni á nýju ári og verður spennandi að sjá í hvaða átt Jón fer næst. Jón var iðinn við tónleikahald í desember síðastliðnum en hann hélt heila 7 tónleika í Austurbæ og var uppselt á þá alla. 

Jón Jónsson er þekktur fyrir sína hlýlegu og einlægu sviðsframkomu og því ættu gestir að reikna með notalegri kvöldstund þar sem vel valdir tónar fá að hljóma í bland við ekki svo vel valda brandara.