Stórtónleikar Fjörgynjar

Um viðburðinn

Stórtónleikar Lionsklúbbsins Fjörgynjar til styrktar BUGL og líknarsjóði Fjörgynjar verða haldnir í þrettánda sinn 12. nóvember næstkomandi. Að venju verður glæsilegur hópur tónlistarfólks og falleg umgjörð í Grafarvogskirkju, sem prýdd er einstaklega fallegum altarisglugga eftir Leif Breiðfjörð.

Þessir einstöku stórtónleikar eru í hugum fjölmargra orðinn ómissandi hluti af menningarlífi haustsins og upptaktur að jólastemmingu desembermánaðar. Áheyrendur hafa vanist því að einungis framúrskarandi tónlistarmenn stígi á svið til að slá upp glæsilegri tónlistarveislu. Stór hópur Lionsfélaga úr Lionsklúbbunum Fjörgyn og Fold sér til þess að allt gangi vel fyrir sig.

Niðurstaðan verður töfrum gædd kvöldstund sem yljar áheyrendum samtímis sem þeir styðja gott starf á Barna- og unglingageðdeild LSH.

Tónlistafólk í ár eru m.a. :
Fjallabræður, Geir Ólafsson, Gissur Páll, Glowie, María Ólafsdóttir, KK, Ellen Kristjánsdóttir, Voices masculorum, Stefán Hilmarsson, Ragnar Bjarnason, Páll Rósinkrans
Undirleikarar: Jónas Þórir, Þorgeir Ástvaldsson, Matthías Stefánsson Kynnir er Gísli Einarsson