Fjáröflunartónleikar

Um viðburðinn

Þessir tónleikar eru haldnir til fjáröflunar fyrir Parkinsons samtökin á Íslandi, en þau standa fyrir upplýsinga starfsemi og stuðnings ferlum fyrir sjúklinga með Parkinsons sjúkdóminn. Á þessum tónleikum koma fram margar af okkar skærustu stjörnum í heimi tónlistarinnar á Íslandi

Meðal þeirra sem fram koma eru Eyþór Ingi, Haukur Heiðar, Magni Ásgeirsson, Svavar Knútur, Valdimar Guðmundsson,  Árný Árnadóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir, Ragnheiður Gröndal og Stefanía Svavarsdóttir. Oktettinn Einn tvöfaldur, sem er skipaður meðlimum úr karlakór Fóstbræðra og sænski tónlistarmaðurinn Amit Paul munu einnig koma fram.

Hljóðfæraleik annast úrval landsþekktra hljóðfæraleikara. Þar má nefna Ómar Guðjónsson, Inga Björn Ingason, Kristinn Snæ Arnarsson, Daða Birgisson, Tómas Jónsson og Davíð Sigurgeirsson.

Mörg þeirra laga sem flutt verða eru eftir lækninn og tónlistarmanninn Helga Júlíus Óskarsson.