Keflavíkurnætur 2015

Um viðburðinn

Það er fátt eitt skemmtilegra en að lyfta sér upp á besta tíma ársins. 

Bjartar sumarnætur í Keflavík laða fram töfra sem á sér enga líka. 

Keflavíkurnætur standa fyrir sumar-tónlistarveislu í sjálfum bítlabænum 14. – 16. ágúst næstkomandi. Tónlistarsagan á sér djúpar rætur í Keflavík enda hefur verið opnað Rokkminjasafn, til að varðveita þau djúpu spor tónlistarsögunnar sem hafa verið tekin í Keflavík í gegnum tíðina.

Keflavíkurnætur mun standa fyrir dansleikjum og tónlistarviðburðum í miðbæ Keflavíkur þessa björtu sumarhelgi á Center, Ránni, Paddy's og 230 Bar. Frægustu grúppur og tónlistarmenn landins munu koma þar fram og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Miðbærinn mun iða af lífi og mun tónlistarveislan fara fram á helstu skemmtistöðum bæjarins.

Fram koma: Helgi Björns, Sigga Beinteins, Bó, Amabadama, Matti Matt, Muscleboy, FM95BLÖ, Steindi Jr, Bent, Agent Fresco, Friðrik Dór, Skítamórall, Ingó & Veðurguðirnir, Óli Geir, Love Guru, Von og fleiri.

1 armband - 2 kvöld - 4 staðir