Kirkjulistahátíð 2015

Um viðburðinn

Kirkjulistahátíðin 2015 stendur yfir frá laugardeginum 15. ágúst til sunnudagsins 23. ágúst viku síðar. Hátíðin býður upp á eftirfarandi menningarlega viðburði:

Laugardagur 15. ágúst og Sunnudagur 16. ágúst
Hápunktur Kirkjulistahátíðar 2015 verður þegar hin stórfenglega óratóría Händels, Salómon konungur, verður flutt í fyrsta sinn á Íslandi.
Sjá viðburðinn hér:  http://midi.is/tonleikar/1/9099/Oratorian_Salomon_eftir_G_F_H%C3%A4ndel

Mánudagur 17. ágúst 
21:00 - Klais orgelið í nýjum víddum.
Ungir raftónlistarmenn nýta sér nýjan tæknibúnað Klaisorgelsins og bjóða upp á tónlistarupplifun í hljóðheimi hins magnaða orgels Hallgrímskirkju með sínum 5273 pípum!
Nánar auglýst síðar.

Þriðjudagur 18. ágúst
20:00 - Í heimsókn hjá Händel 
Händel bauð Lundúnabúum upp á íburðarmiklar tónlistarveislur: Glæstar óperur, kraftmiklar óratóríur og síðast en ekki síst hinar tilkomumiklu Flugelda- og Vatnasvítur.  Á hinn bóginn samdi hann lágstemmdari kammertónlist, sólóverk og tónlist sem hentaði til dæmis fyrir tilbeiðslu í heimahúsum. Á þessum tónleikum kynnumst við einmitt þessari hlið á Händel, verkum gerðum til að njóta í nálægð og kyrrð heimilisins, og fáum í leiðinni dálitla innsýn í 18. aldar heimili í London.

Flytjendur:
Nordic Affect,
breski blokkflautuleikarinn Ian Wilson,
finnski fiðluleikarinn Tuomo Suni,
Þóra Einarsdóttir sópran, 
Benedikt Kristjánsson tenór og
Oddur A. Jónsson baritón. 

Miðvikudagur 19. ágúst
12:00–12:30 - Hádegistónleikar Schola cantorum
Heyr himna smiður – Schola cantorum syngur hugljúfa íslenska tónlist
Á þessum tónleikum í hádegistónleikaröð kammerkórsins Schola Cantorum sumarið 2015 verður sungin íslensk kórtónlist með þjóðlegu yfirbragði, m. a. eftir Jón Leifs, Báru Grímsdóttur, Önnu Þorvaldsdóttur, Sigvalda Kaldalóns o. fl.  
Stjórnandi er Hörður Áskelsson.

Fimmtudagur 20. ágúst
20.00 & 22.00 Orgeltvenna með Olivier Latry, organista Notre Dame kirkjunnar í París
Hið mikilfenglega Klais-orgel Hallgrímskirkju laðar ár hvert að þekkta orgelleikara alls staðar að úr heiminum. Að þessu sinni mun Olivier Latry, organisti við Notre Dame í París, halda tvenna tónleika í Hallgrímskirkju og kynna gestum Kirkjulistahátíðar fegurð og kraft Klaisorgelsins, sem er stærsta hljóðfærið á Íslandi! Orgelið hefur 4 hljómborð og fótspil, 72 raddir og 5273 pípur, er 15 metra hátt, vegur um 25 tonn og stærstu pípurnar eru um 10 metra háar. 
Það verður sannkölluð Kirkjulistahátíðarveisla sem Latry býður tónleikagestum upp á með einstakri færni sinni og listrænni nálgun.

Á fyrri tónleikunum, sem hefjast kl. 20, leikur hann einleikstónleika en á þeim síðari, kl. 22, slæst eiginkona hans, Shin-Young Lee, í lið með honum og leika þau sérstaka fjórhenta (og fjórfætta!) orgelútsetningu á Vorblóti Stravinskys.

Fimmtudagur 20. ágúst
22.00 Vorblót eftir Stravinskí
Á þessum tónleikum leikur Olivier Latry, organisti við Notre Dame í París, sérstaka fjórhenta (og fjórfætta!) útsetningu fyrir orgel af Vorblóti Stravinskís ásamt eiginkonu sinni, Shin-Young Lee á hið magnaða Klais orgel Hallgrímskirkju. Latry er sérstakur gestur Kirkjulistahátíðar þetta árið og meðal fremstu orgelleikara heims.

Föstudagur 21. ágúst
20.00 King’s Men frá Cambridge- kvöldtónleikar
Fjölbreytt efnisskrá með verkum eftir Tallis, Josquin, Gesualdo, Lassus, Duruflé og útsetningar af útsendingar við Steal Away, Deep River, Dormi, dormi ásamt tveimur orgeleinleiksverkum.   
Hinn frábæri 18 manna karlakór King’s Men samanstendur af söngvurum úr hinum þekkta The King’s College Choir í Cambridge og eru meðlimir allir háskólanemar með víðtæka reynslu af söng. The King’s College Choir er einna þekktastur fyrir söng sinn í jólaútsendingum BBC en King’s Men hefur starfað sem sjálfstæður hópur um skeið og ferðast vítt og breitt um heiminn undir stjórn Stephens Cleobury, sem telja má meðal þekktustu kórstjórum heimsins í dag.
King’s Men eru sérstakir gestir Kirkjulistahátíðar þetta árið og koma auk tónleikanna þennan dag fram á Menningarnótt með léttari efnisskrá og taka þátt í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 11.

Sunnudagur 23. ágúst
17.00 „Deo dicamus gratias“ 
Lokatónleikar með Schola cantorum
Hinn frábæri kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, heldur lokatónleika Kirkjulistahátíðar 2015. Meðal verka á efnisskránni er frumflutningur á nýju verki eftir John Speight, Missa semplice fyrir kór, sópraneinsöngvara og hörpu, Miserere Allegri og fleiri kórperlur. Með kórnum leikur Elísabet Waage. Stjórnandi er Hörður Áskelsson.