Þjóðlagahátíð á Siglufirði

Um viðburðinn

Árlega er haldin tónlistarhátíð á Siglufirði sem hefur það að markmiði að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. Á hátíðinni hefur tónlist fjölmargra þjóða verið kynnt auk þess sem íslensk þjóðlög sitja ætíð í öndvegi. Þjóðlagahátíðin stendur frá miðvikudegi til sunnudags fyrstu heilu vikuna í júlí ár hvert. Auk tónleika er boðið upp á fjölmörg námskeið, bæði í tónlist og handverki, gömlu og nýju. Þá er börnum þátttakenda yngri en 16 ára boðið upp á ókeypis námskeið. 

Í Þjóðlagaakademíunni verða kennd íslensk þjóðlög, þ.á.m. rímnalög, tvísöngslög, sálmalög og druslur. Þá verða dansaðir miðaldadansar og kennt að leika á langspil og íslenska fiðlu. Einnig verða haldin erindi um erlenda þjóðlagatónlist.

Listrænn stjórnandi hátíðarinnar frá upphafi hefur verið Gunnsteinn Ólafsson, tónlistarmaður.

Vinsamlega sendið póst á festival@folkmusik.is  þar sem kemur fram nafn og hvaða námskeið er valið, ásamt kvittun fyrir miðakaupum.

ATH: Tónleikaskírteini eru afhent á Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar eða á tónleikastað gegn kvittun. Kvittun fyrir miðakaupum gildir ekki sem aðgöngumiði.