Drangey Music Festival

Um viðburðinn

TÓNLISTARHÁTÍÐIN

 DRANGEY 

MUSIC FESTIVAL

ÞAR SEM VEGURINN ENDAR

EMILIANA TORRINI – JÓNAS SIGURÐSSON – CONTALGEN FUNERAL - MAGNI

27. júní 2015 á Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði 

Blásið verður til nýrrar tónlistarhátíðar í Skagafirði síðustu helgi júnímánaðar.  Að hátíðinni standa staðarhaldarar á Reykjum í samvinnu við sömu menn og bjuggu til tónlistarhátíðina Bræðsluna á  Borgarfirði eystra.  Tónleikarnir munu fara fram á útisviði á Reykjum í stórbrotinni náttúru þar sem Tindastóll, Grettislaug, Drangey og Atlantshafið mynda stórkostlega umgjörð.  Fram kemur frábært tónlistarfólk, Emiliana Torrini og Jónas Sigurðsson, Magni, Contalgen Funeral og fleiri.

•  Tónleikarnir munu fara fram laugardagskvöldið 27. júní og hefjast klukkan 21:00.

•  Selt verður inn á svæðið á Reykjum og innifalið í miðaverði verður aðgangur að tjaldstæði og bað í Grettislaug.  Forsala fer fram á miði.is og takmarkaður fjöldi miða er í boði.

•  Veitingasala verður á svæðinu.  

Komdu og upplifðu tónlistarveislu í stórbrotinni náttúru!