Extreme Chill Festival 2015 - Undir Jökli

Um viðburðinn

EXTREME CHILL FESTIVAL 2015 - UNDIR JÖKLI

Íslenska tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival - Undir jökli verður haldin helgina 7 - 9 ágúst næstkomandi á Hellissandi við rætur Snæfellsjökuls.
Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin fer fram, en fimm ára afmæli hátíðarinnar var haldin í Berlín síðastliðið sumar við ótrúlegar undirtektir. 

Dagskráin í ár er ekki af verri endanum en tónlistarmenn á borð við: Biosphere, Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen, Mixmaster Morris, Studnitzky, Stereo Hypnosis, Dj Flugvél og Geimskip, Jónas Sen, Tonik Ensemble, Futuregrapher, Ruxpin, Skurken, Jóhann Eiríksson, o.fl. munu koma fram á hátíðinni. 

Takmarkaðir miðar verða í boði í ár og kostar passinn á hátíðina aðeins 7900 kr. Við hvetjum því fólk til að tryggja sér passa tímanlega en síðustu ár hefur selst upp og komust færri að en vildu.

Mjög gott tjaldsvæði er á Hellissandi, en það opnaði sumarið 2011 og er staðsett í fallegu hrauni er kallast Sandahraun. Á svæðinu er þjónustuhús með salerni, sturtum og vaskarými. Skemmtilegar gönguleiðir eru í næsta nágrenni, fallegar fjörur með öllum þeim ævintýrum sem þær bjóða uppá. Sólsetrin við Breiðafjörð séð frá Sandahrauni eru óviðjafnanleg og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull er næsti nágranni við tjaldsvæðið.

"Þetta verður leyndardómsfullt ferðalag um rafrænt landslag"

Dagskrá

Föstudagurinn 7. ágúst 
Röst Stage. Húsið opnar kl. 20.00.
Tónleikar hefjast kl. 20.30 - 3.00

Jafet Melge (IS)
Studnitzky (DE)
Hilmar Örn Hilmarsson & Steindór Andersen (IS)
Tonik Ensemble (IS)
Muted (IS)
Orang Volante (IS)
Skurken (IS)
Tanya & Marlon + Quadruplos (IS)

Laugardagur 8. ágúst
Frystiklefinn á Rifi
Byrjar kl. 14.00 - 17.30 

Snooze Infinity (IS)
Brilliantinus (IS)
EinarIndra (IS)
Dj Myth (IS)

Laugardagur 8. ágúst
Röst Stage 
Húsið opnar kl. 19.00 - 3.00
Tónleikar hefjast kl. 19.00 - 3.00

Mixmaster Morris (UK)
Jónas Sen (IS)
Jóhann Eiríksson & Snorri Ásmundsson (IS)
Biosphere (NO)
Stereo Hypnosis (IS)
Dj Flugvél & Geimskip (IS)
Mike Hunt (IS)
Ruxpin (IS)
Futuregrapher (IS)