FunkCity

Um viðburðinn

FunkCity er hljómsveit sem sérhæfir sig í flutningi laga í svokölluðum Motown stíl. Rythmi og blús og innblásin soul áhrif einkenna tónlistina, sem var upprunalega flutt af listamönnum á borð við Marvin Gaye, Sam Cooke, Arethu Franklin og Michael Jackson, svo einhverjir séu nefndir. Hljómsveitin er skipuð úrvals hljóðfæraleikurum en forsöngvari er Alan Jones, sem þekktur er fyrir túlkun sína á lögum Michels Jackson. Tónleikar FunkCity nefnast “Yesterday revisited” og hefjast þeir kl.21:00. Miðaverð er kr.2.500 og miðasala er á midi.is. Öll sæti eru bestu sæti í Bæjarbíó.