The Annual Icelandic Beer Festival

Um viðburðinn

KEX Hostel heldur hina árlegu íslensku bjórhátíð í fjórða sinn dagana 26. febrúar til 1. mars. Hátíðin er haldin í tilefni af 26 ára afmælisdegi íslenska bjórsins, en þann 1. mars árið 1989 var almenn sala á bjór leyfð eftir 74 ára sölubann. 

KEX Hostel hefur boðið íslenskum og erlendum bruggurum í heimsókn til að kynna sig og sína framleiðslu dagana sem hátíðin fer fram. 

Öll helstu brugghús landsins taka þátt í hátíðarhöldunum og munu bruggarar frá Borg, Ölgerðinni, Einstök, Vífilfelli, Steðja, Ölvisholti og Kalda kynna starfsemi sína á KEX Hostel. Erlendu bruggarnir koma frá örbrugghúsum í Danmörku (To Øl, Mikkeller) og Bandaríkjunum (Hopworks Urban Brewery, Founders Brewing Company, Evil Twin Brewing og Two Roads Brewing) og sérhæfa sig í framleiðslu á hágæða bjór af ýmsum toga. 

Íslensku brugghúsin sem taka þátt í hátíðinni: 

Vífilfell – Einstök
Vífilfell 
Ölgerðin Egill Skallagrímsson – Borg 
Ölgerðin 
Ölvisholt 
Kaldi
Steðji

Alþjóðlegu brugghúsin sem taka þátt í hátíðinni í ár:

Breakside
Mikkeller
To Øl
Hopworks Urban Brewery
Two Roads Brewing
Founders Brewing Company
Evin Twin Brewing