Litlu Jólin í Bæjarbíó

Um viðburðinn

Menningar og listafélag Hafnafjarðar þykir það sannur heiður að kynna Þorláksmessutónleika Björgvins Halldórssonar og hljómsveitar undir nafninu LITLU JÓLIN. 

Sérstakir gestir eru hinar frábæru söngkonur Svala Björgvins og Jóhanna Guðrún

Björgvin Halldórsson er einn af ástsælustu listamönnum landsins og Hafnfirðingur alla leið. Stórglæsilegir stórtónleikar hans “Jólagestir Björgvins”, þar sem hann hefur tekið á móti þúsundum gesta um árabil hafa verið  glæsilegt innkall jólanna hjá stórum hluta þjóðarinnar hin síðari ár. 

Bæjarbíó býður uppá öðruvísi stemmingu og annarskonar nánd. Þetta gamla og fallega kvikmyndahús í hjarta bæjarins býður svo sannarlega uppá notalega og heimilislega stemningu. Björgvin, Svala og Jóhanna ásamt hljómsveit ætla á þessum Þorláksmessutónleikum að flytja útval af jólalögum í bland við lög sem allir þekkja. Það er því von á notalegri kvöldstund í hjarta Hafnarfjarðar á Þorláksmessukvöldi rétt áður en hátíðin gengur í garð. 

Þetta verða “Litlu Jólin” alla leið.

Tónleikarnir hefjast kl 22.00 og húsið opnar kl 21:00

Í hljómsveit Björgvins verða margir af fremstu hljóðfæraleikurum landsins

Þórir Úlfarsson - hljómborð
Jón Elvar Hafsteinsson - gítar
Kristján Grétarsson - gítar
Róbert Þórhallsson - bassi
Jóhann Hjörleifsson - trommur

Nánari upplýsingar veitir Bæjarbíó á þessum netföngum: baejarbio@gmail.com og tonaljos@internet.is