Prins Póló og vinir

Um viðburðinn

Það verður líf og fjör í Iðnó föstudagskvöldið 19. desember. Hljómsveitin Prins Póló hefur húsið til umráða og bíður nokkrum af sínum uppáhalds listamönnum að troða upp með sér. Það eru Dj. flugvél og geimskip og Dr. Gunni auk þess sem Hugleikur Dagsson mun líma kvöldið saman. Iðnó bíður upp á fordrykk fyrir þá sem mæta snemma og hægt verður að kaupa allar jólagjafirnar á merch borðinu. Prins Póló hefur átt ágætt ár. Hann gaf út plötuna Sorrí í vor og í haust gerði París norðurins garðinn frægan. Komdu í Iðnó og fagnaðu lífinu með okkur fáránlega hress.