ADHD

Um viðburðinn

Djassararnir í ADHD voru að gefa út sína fimmtu plötu "ADHD 5" og eru þeir nú á tónleikaferðalagi um landið. Þeir ætla að enda túrinn í Bæjarbíó.

Óskar Guðjónsson - Saxophones
Ómar Guðjónsson - Guitars, Basses
Davíð Þór Jónsson - Hammond orgel, Moogs, Rhodes, Piano, Bass
Magnús Trygvason Eliassen - Drums

ADHD var mynduð í kringum blues hátíð Hafnar á Hornafirði árið 2007. Hljómsveitin spilaði þar nokkra standarda ásamt eigin efni. Samstarfið gekk vonum framar og náðu meðlimir sveitarinnar einstaklega vel saman. Áframhaldandi samstarf var eðlilegt næsta skref hjá sveitinni.

Sveitin nýtti sér frumsamda efnið sem grunn að plötu sem sveitinn tók svo upp árið 2009 í stofunni hjá Óskari, sem samanstóð af 7 nýjum lögum eftir sveitina. Platan ADHD hlaut vægast sagt góða dóma og meðal annars var hún valinn Jazzplata ársins á Íslensku tónlistar verðlaununum.

Önnur plata hljómsveitarinnar, ADHD 2, gaf fyrri plötunni lítið eftir og var einnig tilnefnd til fernra verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaunanna ásamt því að vera tilnefnd til Tónlistarverðlauna Norðurlandanna. Hljómplatan var í vali Kraums yfir hljómplötur ársins árið 2011.

Hljómsveitin sendi frá sér tvær hljómplötur ADHD 3 og ADHD 4 í nóvember 2012, sem hún fylgdi eftir með tónleikaferðalagi um Evrópu í byrjun árs 2013. Hljómsveitin er tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2014 í flokki flytjenda í blús- og jazztónlist.

Fimmta hljómplata sveitarinnar kom út í september 2014 og mun hljómsveitin fylgja henni eftir með tónleikum á Íslandi á haustmánuðum og í Evrópu í upphafi ársins 2015. Sveitin hyggur svo á frekari landvinninga á komandi ári.