Jólagestir Björgvins 2014

Um viðburðinn

Uppselt á kvöldtónleika á 5 mínútum! 

Uppselt í A+ og C svæði á aukatónleikana kl. 16. 

(Eingöngu örfáir miðar lausir A og B svæði kl. 16)

Jólagestir Björgvins verða haldnir í áttunda sinn þann 13. desember næstkomandi og að venju verður gestalistinn glæsilegur og umgjörðin einstaklega  tilkomumikil.

Þessir einstöku jólastórtónleikarnir eru í hugum fjölmargra orðinn ómissandi hluti af jólahátíðinni. Áhorfendur hafa vanist því að einungis framúrskarandi tónlistarmenn stígi á svið til að slá upp glæsilegri hátíð ásamt ærnum fjölda hæfileikafólks sem greiðir götuna á bak við tjöldin. 

Niðurstaðan verður að venju töfrum gædd jólastund sem kemur til með að ylja áhorfendum inn í jólin. 

Gestgjafinn:
Björgvin Halldórsson

Jólagestir í ár:
Eivör
Eyþór Ingi Gunnlaugsson
Gissur Páll Gissurarson
Gígja og Bjartey úr Ylju
Jóhanna Guðrún
Jón Jónsson
Páll Rózinkrans
Ragnheiður Gröndal
Svala

Ásamt Björgvini og gestum hans stíga á svið stórsveit, strengjasveit, karlakór, barnakór, og gospelkór.

Vinsamlegast athugið

Húsið opnar klukkutíma áður en tónleikar hefjast. 20 mínútna hlé er á báðum tónleikum. Ráðgert er að tónleikarnir séu 2,5 tímar með hléi. Miði.is er með miðaafgreiðslu í Höllinni frá kl 14 á tónleikadag. Ósóttar pantanir og stakir miðar eru nú til sölu á tónleikana kl. 21.