Páll Rósinkranz

Um viðburðinn

Afmælistónleikar Páls Rósinkrans - 40 ára fæðingarafmæli - 25 ára starfsafmæli

Ath : Uppselt er í A-svæði en nokkur sæti laus í B-svæði.

Í tilefni af 40 ára fæðingarafmæli og 25 ára starfsafmæli Páls Rósinkranz blæs söngvarinn til afmælistónleika í Háskólabíó laugardaginn 11. október. Á dagskránni verða öll hans vinsælustu lög í gegn um tíðina. Óskar Einarsson mun stjórna hljómsveit og kór. Gestasöngvarar á tónleikunum verða Jóhanna Guðrún, Margrét Eir, Jökull Jörgensen og Gunnar Bjarni úr Jet Black Joe. Af sama tilefni gefur Sena út veglegt 3 diska safn með öllum helstu lögum söngvarans.