Hinsegin ást

Um viðburðinn

Í tilefni þess að nú styttist í Hinsegin daga ætlar Búðarbandið, með Bryndísi Ásmunds í fararbroddi, að bjóða upp á upphitun fyrir rómantík, ást og almenna gleði helgarinnar með tónleikum í Tjarnarbíói, þriðjudaginn 5. ágúst. Hljómsveitin mun flytja ástarlög úr ýmsum áttum, innlend og erlend, gömul og ný, öfug og snúin...verið undir allt búin! 

 Miðaverð er 2000 kr. en 500 kr. af hverjum miða renna til styrktar Hinsegin daga í Reykjavík. 

Meðlimir Búðarbandsins eru: Bryndís Ásmundsdóttir Franz Gunnarsson Þórdís Claessen