AdHd í Gamla Bíó

Um viðburðinn

Kvartetinn AdHd heldur lokatónleika Evrópuferðar sinnar í Gamla Bíói.

AdHd leggur nú í 13 tónleika ferðalag um Evrópu í janúar, sem lýkur með tónleikum í Gamla Bíói þann 27. janúar. Sveitin verður í fantaformi eftir ferðalagið og munu þeir félagar spila nokkur ný lög í bland við efni af þeim fjórum hljómplötum sem sveitin hefur þegar gefið út. Sveitin mun svo fara í stúdíó strax að tónleikum loknum og taka upp efni á fimmtu hljómplötu sína.

Meðlimir ADHD eru meðal eftirsóttustu tónlistarmanna þjóðarinnar og varla kemur út plata sem ekki skartar snilli a.m.k. eins þeirra. Hljómsveitin hefur því lítið spilað á landinu síðustu ár og spilaði hún aðeins á einum tónleikum í fyrra þ.e. á Jazzhátíð Reykjavíkur.

AdHd hafa verið lofaðir fyrir fyrri plötur sínar og verið tilnefndir til Íslensku tónlistarverðlaunanna, Kraums og Tónlistarverðlauna Norðurlanda. Sveitin hefur hlotið Íslensku tónlistarverðalaunin tvisvar og Kraumverðlaunin einu sinni.

Enginn áhugamaður um íslenska tónlist mun láta þessa tónleika fram hjá sér fara.

Hljómsveitina skipa:
Óskar Guðjónsson - Saxophone
Ómar Guðjónsson - Gítar og bassa
Davíð Þór Jónsson - Hammond orgel, Moogs, Rhodes, píano og bassa
Magnús Trygvason Eliassen - Trommur