Steed Lord

Um viðburðinn

Þann 20. desember mun hljómsveitin Steed Lord koma fram á hörku tónleikum á Harlem og trylla lýðinn í Reykjavík! Hljómsveitin heldur ekki oft tónleika á Íslandi og þess vegna er um að gera að tryggja sér miða til að sjá sveitina spila. Steed Lord hefur verið við upptökur í Los Angeles sl. mánuði á næstu breiðskífu sinni The Prophecy pt. 2 og það er aldrei að vita að sveitin frumflytji efni af plötunni á Harlem fyrir tónleika gesti. Fyrri plata sveitarinnar The Prophecy pt. 1 hefur fengið gríðarlega góða dóma um heim allan og vann m.a. verðlaun fyrir plötu ársins í Írlandi fyrr á árinu.

Meðlimir sveitatinnar ætla einnig að þeyta skífum fyrir tónleikana þannig að mætið snemma til að dilla ykkur. Húsið opnar kl 21:00 með dj setti frá Steed Lord og tónleikarnir byrja síðan um kl 23:00

20 ára aldurstakmark