Bleached (us) + Muck

Um viðburðinn

Hljómsveitin Bleached (US) mun halda tónleika á Harlem Bar þann 17. október næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og upphitun er á höndum Muck.

Bleached er ein heitasta jaðarsveit Los Angeles í dag og er skipuð systrunum Jennifer og Jessie Clavin. Hljómsveitin spilar hrátt og hátt rokk og ról. Hljómsveitin gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, en hún nefnist Ride Your Heart. Platan hefur fengið frábæra dóma og er með 70 í meðaleinkunn á www.metacritic.com.

Tónleikar þeirra eru þeir fyrstu í löngum túr þeirra um alla Evrópu.

20 ára aldurstakmark.