Bee Gees

Um viðburðinn

Árið 1958 stofnuðu áströlsku bræðurnir Barry, Maurice og Robyn Gibb hljómsveitina Bee Gees. Sennilega óraði þá ekki fyrir heimsfrægðinni sem beið þeirra og fjölda þeirra laga sem áttu eftir að ná gríðarlegum vinsældum út um allan heim.  Þeir eru óaðskiljanlegur hluti diskósins og svo miklu miklu meira.

Nú 55 árum síðar stíga á svið íslenskir tónlistarmenn í Háskólabíó og flytja öll helstu topplög  þeirra Gibbbræðra í glæsilegri umgjörð laugardaginn 12. Október 2013. Einnig verður Akureyri sótt heim en tónleikarnir munu fara fram í Hofi laugardaginn 26. október.

Meðal helstu smella  má nefna Massachusetts, How deep is your love, Staying alive, To love somebody, Islands in the stream, Tragedy og Jive Talking.

Þann 7. Október 1978 var Saturday Night Fever frumsýnd á Íslandi og verða því liðin 35 ár nú í október síðan þessi gífurlega vinsæla mynd var sýnd margsinnis fyrir fullu húsi en alls sáu tæplega 70 þúsund Íslendingar myndina í bíói.  Það verður því sannkölluð tónlistarveisla í Háskólabíói þegar öll þessi frábæru lög BeeGees verða flutt.

Söngur og raddir:
Pétur Örn Guðmundsson
Friðrik Ómar
Matthías Matthíasson
Jógvan Hansen
Jóhanna Guðrún
 
Hljómsveit:
Þórir Úlfarsson - píanó og raddir
Stefán Örn Gunnlaugsson - hljómborð og raddir
Róbert Þórhallsson - bassi
Kristján Grétarsson - gítar og raddir
Hannes Friðbjarnarson - slagverk og raddir
Einar Þór Jóhannsson – gítar og raddir
Sigurður Flosason - blástur og slagverk
Benedikt Brynleifsson – trommur

Hljóðmeistari: Haffi Tempó
Ljósameistari: Agnar Hermannsson
Framleiðandi: Rigg viðburðir