Frank Ocean

Um viðburðinn

Aðeins örfáir miðar eftir í stúku og stæði!

Nú styttist í tónleikana þannig að hér eru ýmsar praktískar upplýsingar:

Dagskráin
• Húsið opnar kl. 19:00.
• Tónleikar hefjast kl. 20:00.
• Ekkert hlé er og engin upphitun.
• Miði.is er með afgreiðslu miða í Höllinni frá kl 17 á tónleikadag.

Aldur og veitingar
• Það er ekkert aldurstakmark á tónleikana.
• Áfengi er eingöngu selt á afmörkuðum svæðum og aðgangur að þeim er óheimill öllum þeim sem eru 20 ára eða yngri.
• Óheimilt er að taka áfengi með sér út af áfengissvæðunum.
• Ýmsar aðrar veitingar verða til sölu á opnum svæðum; bæði matur og óáfengir drykkur.

Aðstaða
• Sérstakt svæði er fyrir hjólastjóla; gæsla vísar þeim veginn við mætingu.
• Það er hvorki fatahengi né töskugeymsla á staðnum.

Við hvetjum alla til að sækja miðana sína fyrirfram til að forðast ortröð í miðaafgreiðslunni í Höllinni á tónleikadag.

Góða skemmtun á Frank Ocean!