Gogoyoko Wireless

Um viðburðinn

Borko kemur fram á gogoyoko wireless tónleikaseríunni.

Hin vinsæla tónleikasería gogoyoko wireless, sem er samstarfsverkefni Reyka Vodka og tónlistarveitunnar gogoyoko.com, snýr aftur eftir stutt hlé og kynnir til leiks tónlistamanninn Borko ásamt hljómsveit sinni sem skipuð er einvala liði hljóðfæraleikara.  Að venju eru tónleikar í þessari seríu tilvalið tækifæri til að hlýða á gæða tónleika í vinsamlegu umhverfi og er boðið upp á sitjandi pláss sem og standandi.

Borko gáfu síðla árs 2012 út sína aðra breiðskífu sem ber titilinn Born To Be Free. Fylgdi hún í kjölfar einstaklega vel heppnaðrar plötu frá árinu 2008 sem hét Celebrating Life. Born to be Free er margræð plata með níu lagasmíðum, löðrandi í heillandi útsetningum, grípandi laglínum og lausnum að vandamálum heimsins. Viðfangsefni plötunnar er hinn hversdagslegi raunveruleiki en efnistökin ramba á barmi hins óraunsæja og draumkennda og eru hlaðin vísunum í ýmsar áttir bæði í tónlist og textum. Borko eru á leið á tónleikaferðalag um Evrópu og ættu því að vera í sínu besta formi á Kex Hostel þetta kvöld.