Robert the Roommate

Um viðburðinn

Hjómsveitin Robert the Roommate er að senda frá sér sína fyrstu breiðskífu og ætlar í tilefni þess að halda útgáfutónleika í Iðnó, fimmtudaginn 11. apríl kl. 21.00.

Platan var tekin upp í Stúdíó Sýrlandi á haustdögum ársins 2012. Bjarni Þór Jensson annaðist upptökur og Hafþór Karlsson Tempó sá um hljóðblöndun. Á tónleikunum verða svo dyggir aðstoðarmenn sem hjálpa til við flutning plötunnar í heild sinni. Einnig skal taka fram að Skúli Mennski hitar upp.

Hljómsveitin spilar þjóðlagaskotna popptónlist og sækir innblástur m.a. til tónlistarmanna hippatímabilsins og bandarískrar þjóðlagahefðar.

Hljómsveitin skipar:
Rósa Guðrún Sveinsdóttir: söngur
Daníel Helgason: gítar
Þórdís Gerður Jónsdóttir: selló
Jón Óskar Jónsson: slagverk