Baggalútur 2012

Um viðburðinn

Jólatónleikar Baggalúts í Háskólabíó
1. desember kl. 17:00
1. desember kl. 21:00
15. desember kl 21:00
16. desember kl 17:00
16. desember kl. 21:00

Baggalútur flytur hugheil jóla- og aðventulög í Háskólabíói, ásamt fjölskipaðri hljómsveit, leynigestum og bílhlassi af síberískum jöklahreindýrum (ef tilskilin leyfi fást). Leikin verða sígild lög af stórhátíðarprógrammi sveitarinnar ásamt öðru hátíðlegu efni, sem ætti að höfða jafnt til jólabarna, aðventuunnenda og nýársfíkla.