OM og The Heavy Experience

Um viðburðinn

Bandaríska hljómsveitin OM heldur tónleika á tónleikastaðnum Gamla Gauk þann 15. september næstkomandi. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og eru fyrstu tónleikar sveitarinnar í Evrópuferð þeirra, en hún er farin vegna útgáfu plötunnar Advaitic Songs (Drag City).

OM var stofnuð árið 2003 af fyrrum meðlimum rokksveitarinnar Sleep, þeim Al Cisneros og Chris Hakius. Tónlist hljómsveitarinnar mætti flokka sem þungarokk en undir sterkum áhrifum frá bæna- og hugleiðslutónlist ýmiskonar.

Íslenska hljómsveitin The Heavy Experience mun hita upp, en þeir gáfu nýverið út sína fyrstu breiðskífu, SLOWSCOPE.