Innipúkinn 2012

Um viðburðinn

Tónlistarhátíðin Innipúkinn 2012
Ólgandi stemmning í Reykjavík um Verslunarmannahelgina

Tónlistarhátíðin Innipúkinn fagnar tíu ára afmæli sínu - og fer fram í ellefta skipti í miðborg Reykjavíkur um Verslunarmannahelgina. Innipúkinn 2012 teygir sig yfir þrjá daga og fer fram föstudags-, laugardags- og sunnudgskvöld dagana 3. – 5. ágúst. Hátíðin fer í ár fram í hinu sögufræga húsnæði Iðnó.

Jafnan er fjölmikið um dýrðir á meðan að Innipúkinn stendur yfir. Auk sjóðheitrar tónlistardagskrár á Iðnó verður ýmislegt til gamans gert - og gamlir kunningjar á borð við pop-quiz, markaður, veitingasala og hinn margrómaði Cocktel-zeit kíkja í heimsókn.

Innipúkinn hefur farið víða síðan hátíðin var fyrst haldin árið 2002. Margir af fremstu tónlistarmönnum og skemmtikröftum landsins hafa komið fram á hátíðinni - og má þar nefna Ómar Ragnarsson, Gylfi Ægisson, Raggi Bjarna, Dikta, FM Belfast, Trabant, Mínus, Mugison, Megas, Hjaltalín, Ólöf Arnalds og svo mætti lengi áfram telja. Auk þess hafa erlendir gestir á borð við Cat Power, Blonde Redhead, Raveonettes, Jonathan Ritchman og Television spilað á púkanum. Innipúki undanfarinna ára hefur verið alfarið íslenskur og verður ekki breyting á því í nú - enda af nægu góðu og skemmtilegu að taka í fjölbreyttri tónlistarflóru landsins.
Aðstandendur Innipúkans hvetja áhugasama til að tryggja sér hátíðar-armband (3 daga miða) í tíma, til að missa ekki af.

Miðar og armbönd
Allir aðgöngumiðar eru í formi armbands. Hátíðar-armböndin eru slitsterk og eiguleg, kvöld-armbönd úr pappír og duga út nóttina. Þannig að allir geta komið og farið að vild. Armböndin fást afhend gegn framvísun Midi.is aðgöngmiða.

Dagskrá Innipúkans 2012

Föstudagur:
21:00 - Dr. Gunni
22:00 - Kiriyama Family
23:00 - Borko
23:50 - Auxpan
00:10 - Jónas Sigurðsson
01:00 - Prins póló
02:00 - Mammút

Laugardagur:
21:00 - Just another snake cult
22:00 - Ásgeir Trausti
23:00 - Lay Low
23:50 - Gísli Einarsson
00:10 - Moses Hightower
01:00 - Þú og ég
02:00 - Tilbury

Sunnudagur:
21:00 - Gang Related
22:00 - Sudden Weather Change
23:00 - Muck
23:50 - Shivering Man
00:10 - Ojba Rasta
01:00 - Úlfur Úlfur
02:00 - Oculus

18 ára aldurstakmark.