Japandroids

Um viðburðinn

Kanadíska hljómsveitin Japandroids mun halda tónleika á Gamla Gauknum miðvikudaginn 22. ágúst. Japandroids gaf nýverið út sína aðra breiðskífu, Celebration Rock, og hefur músíkpressan ekki undan við að hlaða á hana lofi. Hún kemur í kjölfarið á plötunni Post-Nothing sem einnig fékk glimrandi viðtökur.

Tónleikar þessa einstaka dúets þykja undursamleg snilld og mega íslenskir tónlistarunnendur ekki láta þá fara fram hjá sér.

Um upphitun sjá Sudden Weather Change, en þeir gáfu nýverið út plötuna Sculpture, en hún hefur hlotið lofsamlega dóma og þykir mikið snilldarverk.

20 ára aldurstakmark.