Hjálmar hylla vorið

Um viðburðinn

Reggísveitin Hjálmar heldur tónleika í Gamla bíói laugardaginn 12. maí og leikur sólríkt og ilmandi reggí við kjöraðstður í þessu sögufræga húsi. Hjálmarnir heita frjósömum og fjörmiklum tónleikum þar sem vorinu er fagnað með taktföstum og markvissum hætti. Vinsamlegast fjölmennið í góðu reggístuði.