Söngvaborg 6

Um viðburðinn

Söngvaborg skemmtun - Háskólabíói

Í tilefni af útkomu Söngvaborg 6 verður Stóri Söngvaborgardagurinn haldinn í Háskólabíói þann 3. des kl. 13.00 Húsið opnar kl. 12.00

Sigga Beinteins og María Börk munu ásamt öllum skemmtilegu vinunum sínum á Söngvaborg þeim Masa, Lóu (Ó)kurteisu, Georg og Subba sjóræningja halda upp á útkomu á nýjustu Söngvaborgarinnar með frábærri skemmtun í Háskólabíói.

Á prógramminu verða sungin og leikin atriði af Söngvaborg 6 ásamt gömlum og góðum lögum af eldri Söngvaborgum.

Sérstakir gestir verða þeir Friðrik Ómar og Jögvan Hansen.