Styrktartónleikar Júlíusar og Jóels 6 ára

Um viðburðinn

Styrktartónleikar Júlíusar og Jóels 6 ára og fjölskyldu

Efna á til styrktartónleika fyrir 6 ára bræður, Júlíus og Jóel, sem á síðustu 17 mánuðum hafa misst báða foreldra sína.Foreldrar þeirra bræðra voru Laufey Ingibjartsdóttir og Ísrael Duranona. Ísrael lést í október 2009. Laufey fékk síðar krabbamein sem varð henni að aldurtila í maí á þessu ári. Til að styðja við þá Júlíus og Jóel, sem hafa þurft að ganga í gegnum miklar raunir á undanförnum misserum, hefur verið efnt til stórtónleika í Gamla Bíói þann 19. október.

Meðal þeirra sem fram koma eru KK, Bjartmar Guðlaugsson, Svavar Knútur, Valgeir Skagjörð og Dísa og Mugison og Fjallabræður. Kynnir verður Ólafur Páll Gunnarsson.

Stofnaður hefur verið styrktarreikningur og eru frjáls framlög vel þegin.
Banki 0186-26-100257 kt. 300571-5579

Framkvæmdastjóri og fjárhaldsmaður tónleikanna er Þórdís Ingibjartsdóttir, systir Laufeyjar.