Lay Low - Útgáfutónleikar

Um viðburðinn

Lay Low útgáfutónleikar

Lovísa Elísabet, eða Lay Low eins og hún er oft kölluð, hefur verið allt síðasta árið að vinna í sinni þriðju breiðskífu sem á að koma út í október. Í haust ætlar hún að kynna hana fyrir Norðlendingum og spila nýju lögin í bland við þau gömlu.

Hljómsveitin sem hefur ferðast með henni á tónleikaferðum erlendis verður með í för.

Það má segja að Lay Low hafi farið um víðan völl hvað varðar tónlistarstefnur og má því búast við að þetta verði skemmtilega fjölbreytt kvöld. Ekki missa af þessu einstaka tækifæri til þess að hlýða á Lay Low og hljómsveit hennar."