Caribou

Um viðburðinn

Caribou kemur til Íslands spila á Nasa 28. júní nk!
ATH breytt dagsetning
Sin Fang sérstakir gestir

ATH Netsölu er nú lokið, miðasala verður við inngang frá kl 21.00

Nasa Bono ehf. kynnir með stolti tónleika Caribou á Nasa 28. júní nk. Sérstakir gestir verða Sin Fang sem hefur verið að gera góða hluti í Evrópu en nýjasta plata sveitarinnar Summer Echoes kom nýlega út á heimsvísu en  sveitin er með samning við Morr music í Berlin.

Caribou er sviðsnafn Daniel Victor Snaith sem einnig er þekktur undir nafninu Manitoba. Hann breytti nafninu úr Manitoba í Caribou árið 2004 þegar honum var hótað lögsókn. Manitoba náði nokkrum vinsældum en það má segja að nafnabreytingin hafi komið Daniel vel því hróður hans hefur aukist umtalsvert sl. ár. Þegar Caribou kemur fram á tónleikum eru auk Daniel, Ryan Smith, Brad Weber og John Schemersal með í för. Tónleikar sveitarinnar þykja augna- og eyrnakonfekt af bestu gerð.

Síðustu tvær plötur Caribou hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda. Andorra (2008) fékk m.a. kanadísku Polaris verðlaunin ogSwim (2010) var tilnefnd til þeirra en verðlaunin eru afar eftirsótt. Lögin Sun og Odessa af Swim hafa náð umtalsverðum vinsældum og gagnrýnendur eru flestir á einu máli um ágæti sveitarinnar.  Erfitt er að skilgreina tónlist Caribou með einu orði enda eru verkin fjölbreytileg – Swim er þannig undir sterkum áhrifum klúbbatónlistar.

Það er gríðarlegur fengur af komu Caribou til Íslands og má búast við troðfullum Nasa 28. júní.

20 ára aldurstakmark.