Eve Online Fanfest 2011

Um viðburðinn

CCP kynnir EVE Online Fanfest 2011, 3 daga ráðstefna og hátíð í Laugardalshöll dagana 24.-26. mars

Frá árinu 2004 hefur CCP haldið árlegt Fanfest sitt í Reykjavíkurborg. Viðburðurinn hefur stækkað ár frá ári - og nú er svo komið að hundruðir erlendra gesta, blaðamanna og fólks sem starfar í hinum skapandi iðnaði víða um heim kemur hingað til lands hátíðina.

Dagskrá Fanfest er fjölbreytt og samanstendur m.a. af sýningum, fyrirlestrum og óvæntum uppákomum sem eiga engan sinn líkan. Annað árið í röð verður svo  lokahóf samkomunar, Party at Top of World, haldið í nýrri hluta Laugardalshallarinnar þar sem engu er til sparað í hljóði, ljósum og umgjörð. Frekari upplýsingar um Fanfest 2011 má nálgast hér: http://fanfest.eveonline.com/

CCP býður upp á sérstakt miðaverð fyrir innlendan markað til að sem flestir samlandar okkar geti komið og upplifað þennan viðburð. Boðið er upp á 3 daga passa fyrir alla dagskrána, sérstakan aðgangsmiða fyrir dagskrá laugardagsins (sem inniheldur aðganga á tónleika kvöldsins, Party on Top of the World) – sem og aðgöngumiða sem gildir eingöngu á tónleikana á laugardagskvöldið. 

Uppselt í forsölu - takmarkað magn miða selt við hurð frá klukkan 20:00

18 ára aldurstakmark.