Eurobandið

Um viðburðinn

Hér skarta stjörnur sínu skærasta. Eurobandið er vel skipað band með úrvals söngvurum og hljóðfæraleikurum.

Þau munu setja mark sitt á stemmninguna á Players á laugardagskvöld. Á prógramminu eru auk þekktra Eurovision laga fullt af öðru dansvænu efni, íslensku sem erlendu. VIð mælum endregið með að fólk skelli sér á frábært ball með Eurobandinu á laugardagskvöldið.

Meðlimir Eurobandsins eru:
Friðrik Ómar söngur
Regína Ósk söngur
Grétar Örvarsson hljómborð
Kristján Grétarsson gítar
Róbert Þórhallsson bassi
Benedikt Brynleifsson trommur

20 ára aldurstakmark. Dansleikurinn hefst fljótlega eftir miðnætti.