K tríó

Um viðburðinn

Kristján Tryggvi Martinsson er einn efnilegasti píanisti ungrar íslenskrar jazzkynslóðar.

Hann og félagar hans í K tríóinu verða fulltrúar Íslands á Young Nordic Jazz Comets ráðstefnunni í Kaupmannahöfn í haust. Pétur Sigurðsson á bassa og Magnús Trygvason Elíasson á trommur.