Dr Brushes og Mr Taste

Um viðburðinn

Ed Thigpen var um árabil trommuleikari í tríói Oscars Petersons. Ásamt Ray Brown núllstillti hann hljóðfæraleik í jazztríói. Auk þess lék hann um árabil með Ellu Fitzgerald.

Hingað kemur hann ásamt Scantetti sínum. Olivier Antunes á píanó, Jesper Bodilsen á kontrabassa, Tomas Franck á saxófón og Anders Bergcrantz á trompet. Alvöru stöff!