Árleg gítarveisla

Um viðburðinn

Gítarveisla ársins!  Og gítar í kaupbæti!

Björn Thoroddsen er gestgjafi árlegrar gítarveislu á Jazzhátíð Reykjavíkur. Gestir að þessu sinni eru meðal annars hinn belgíski arftaki Djangos - Philip Catherine, og japanski galdragítarleikarinn Kazumi Watanabe. Einnig Maggi Eíríks og fleiri innlendir gítarsnillingar.

Heppinn eigandi aðgöngumiða á þessa tónleika vinnur gítar af bestu tegund frá Tónastöðinni.