Buena vista social club

Um viðburðinn

Buena Vista Social Club snýr aftur til Íslands

Það með sannri ánægju að Hr.Örlygur og Iceland Express bjóða Íslendingum að sjá og hlýða á, frægasta og vinsælasta flokk tónlistrmanna úr hefð latneskrar tónlistar Buena Vista Sovial Club.

Mörgum er eflaust enn minnisstæðir tónleikar Buena Vista Social Club hér á landi fyrir nokkrum árum ekki síður en ævintýrið um þá merkilegu sveit. Margir sem gerðu garðinn frægan með þeirri hljómsveit hafa fallið frá á undanförnum árum, en maður kemur í manns staða og andi Buena Vista lifir.

Rúmur áratugur er síðan platan fræga var tekin upp og margir af þeim sem þar voru með hafa fallið frá, enda aldurhnignir þegar platan var tekin upp. Það kemur þó maður í manns stað og Buena Vista er enn á ferð að spila tónlistina sem heillaði heiminn. Cachaíto López er burðarás í sveitinni sem forðum, en með honum leika nú básúnuleikarinn Jesús "Aguaje" Ramos, trompetleikarinn magnaði Guajiro Mirabal, gítarleikarinn Manuel Galbán, sem sló í gegn með Los Zafiros á Kúbu á sjöunda áratugnum, en sólóskífa hans, "Mambo Sinuendo", fékk Grammy-verðlaun fyrr nokkrum árum. Með þ.eim félögum leikur svo ellefu manna úrvalssveit kúbverskra tónlistarmanna.

Sértilboð fyrir viðskiptavini Iceland Express er nú lokið.