Meistaraverk Bítlanna

Um viðburðinn

Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band

Ein merkasta hljómplata allra tíma flutt í heild sinni ásamt vinsælustu lögum Bítlanna á glæsilegum sinfóníutónleikum í Háskólabíó laugardaginn 22. mars 2008.

Fram koma fremstu söngvarar landsins og rokksveit Jóns Ólafssonar ásamt 40 hljóðfæraleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands. Mörg af vinsælustu lögum Bítlanna hafa verið sérstaklega útsett af þessu tilefni. Hér er því um einstakan menningarviðburð að ræða en Sgt. Pepper's var nýlega valin besta hljómplata allra tíma af tímaritinu Rolling Stone.

Söngvarar eru Björgvin Halldórsson, Stefán Hilmarsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Eyjólfur Kristjánsson, Sigurjón Brink og KK - Kristján Kristjánsson.

Rokksveitina skipa Jón Ólafsson, Guðmundur Pétursson, Stefán Már Magnússon, Pétur Örn Guðmundsson, Haraldur Vignir Sveinbjörnsson, Steingrímur Guðmundsson, Júlíus Guðmundsson, Róbert Þórhallsson, Ólafur Hólm og Jóhann Hjörleifsson.

Eitt hlé er á tónleikunum. Vínveitingar í hlénu.
18 ára aldurstakmark nema í fylgd með forráðamönnum.