Jagúar

Um viðburðinn

Forsölu er lokið en sala verður við innganginn

 

Jagúar - Shake it Good - Útgáfutónleikar

Hljómsveitin Jagúar fagnar útgáfu 4. breiðskífu sinnar “Shake it Good” með miðnætur útgáfutónleikum á NASA föstudaginn 2. nóvember.

Jagúar lék á Airwaves Tónlistarhátíðinni  sl föstudag í Iðnó við vægast sagt brjálaðar undirtektir.

Hljómplatan “Shake it Good” var hljóðrituð í Danmörku í febrúar á þessu ári.  Hún kom út á Menningarnótt í ágúst en þá fagnaði Jagúar 9. ára starfsafmæli sínu með tónleikum fyrir fullu húsi á Organ.

Jagúar hefur jafnan haldið stóra útgáfutónleika til að fagna útgáfum sínum.  Fyrstu útgáfutónleikar hljómsveitarinnar voru í Íslensku Óperunni árið 1999 er platan “Jagúar” kom út.  Árið 2001 kom platan “Get The Funk Out” og stórir útgáfutónleikar í fullu Háskólabíói fylgdu í kjölfarið.  2004 hélt Jagúar útgáfutónleika á NASA til að fagna þriðju plötu sinni “Hello Somebody” og nú er komið að útgáfutónleikum nýju plötunnar “Shake it Good” á NASA.

ath tónleikarnir hefjast á miðnætti.