Vorblót - Rite of Spring

Um viðburðinn

Tónlistarhátíðin Vorblót, sem ber nafnið Rite of Spring á erlendum vettvangi, fór fram í fyrsta sinn í fyrra og er ætlunin er að hátíðin verði fastur viðburður í tónlistarlífi höfuðborgarinnar. Vorblót er vettvangur fyrir skemmtilega og athyglisverða tónlist frá öllum heimshornu.

FIM 17.MAÍ 2007 Á NASA
Oumou Sangare (MALI)
Oumou er oft kölluð „Söngfugl Wassoulou tónlistarinnar“, en svo nefnist hin suður-Malíska tónlistarstefna sem hún hefur gert að sinni eigin.
Tómas R. Einarsson
Bassaleikarinn knái, Tómas R. Einarsson, hefur löngum verið í hávegum hafður sem einn besti djasstónsmiður landsins og hefur hlotið lof og láð fyrir í innlendum dagblöðum sem og erlendum fagblöðum.
Húsið opnar kl 20.00 dagskrá hefst kl 21.00

FÖS 18.MAÍ 2007 Á NASA 
Salsa Celtica (UK)
Salsa Celtica hafa vakið verðskuldaða athygli um heim allan fyrir nýstárlega nálgun sína að hefðbundinni suðrænni salsatónlist, en hana krydda þeir með Hálandatónum síns heimalands svo úr verður kröftugur seiður sem erfitt er að standast.
Stórsveit Samúels J. Samúelssonar
Tónleikarnir á Vorblótinu verða útgáfutónleikar fyrir nýja breiðskífu Samúels J. Samúelssonar og Stórsveitar hans.
Húsið opnar kl 20.00 dagskrá hefst kl 21.00

LAU 19.MAÍ 2007 Í LAUGARDALSHÖLL 
Goran Bregovic
Sjá nánar um Tónleikana hér

Myndagallerí