Cannibal Corpse

Um viðburðinn

Uppselt er í forsölu en það verður sala við innganginn

 

Þekktasta og söluhæsta dauðarokksband sögunnar – Loksins á Íslandi!

Cannibal Corpse, sem gaf út sína fyrstu plötu fyrir rétt um 17 árum er á leiðinni til Íslands! Sveitin mun halda tvenna tónleika á NASA í Reykjavík 30. júní og 1. júlí, þar sem seinni tónleikarnir verða fyrir alla aldurshópa! Um verður að ræða allsherjar þungarokksveislu þessa tvo daga, þar sem bandinu til fulltingis á fyrri tónleikunum verða sveitirnar Mínus og Changer. Seinna kvöldið munu Forgarður Helvítis, Momentum og Severed Crotch hita upp fyrir meistarana.

Cannibal Corpse, sem hefur gefið út 10 hljóðversplötur og sent frá sér heilan helling af öðrum útgáfum á sínum ferli, er söluhæsta dauðarokkshljómsveit allra tíma (skv. Nielsen Soundscan). Sveitin er fyrsta dauðarokkssveit sögunnar til að hljóta platínusölu í heiminum og fyrsta sveitin til að koma dauðarokksplötu á vinsældarlista Billboard Magazine í Bandaríkjunum.

ATH 20 ára aldurstakmark er á tónleikana þann 30. júní. Tónleikarnir 1. júlí eru hins vegar leyfðir öllum aldurshópum.