Roskilde Festival 2007

Um viðburðinn

Staðfestar hljómsveitir og listamenn:
Red Hot Chili Peppers, Björk, Basement Jaxx, Klaxons, Beastie Boys, The Killers, Peter, Bjorn & John, Muse, Arcade Fire, Mika

Stakir miðar hjá okkur eru UPPSELDIR á Roskilde, hins vegar bendum við á pakkaferðirnar sem við erum að selja. Sjá Pakka 3 og Pakka 4

Ath! Aðeins má vera eitt nafn/kennitala á bak við hvern og einn miða. Framvísa þarf skilríkjum ásamt miðanum þegar farið er inn á svæðið.

Roskilde Festival hófst árið 1971 og hefur farið vaxandi með ári hverju. Í dag eru 120.000 manns að meðaltali sem fara á hátíðina, þar á meðal eru ca. 75.000 gestir og 40.000-50.000 starfsmenn, hljómsveitarmeðlimir, gæsla, tæknimenn, kokkar og margir fleiri sem að hátíðinni standa.

Hátíðin er stærsta tónlistarhátíð í N-Evrópu og er sennilega sú frægasta í heimi. Hátíðin er þekkt fyrir að hafa góða tónlistardagskrá á hverju ári, ekki of mikið af risanöfnum heldur einbeita þeir sér sérstaklega að hljómsveitum dagsins í dag og hljómsveitum morgundagsins.

Það eru einfaldlega of margir sem kaupa miðana sína í Danmörku og halda að það sé ódýrara, sem er ekki rétt. Miðarnir eru seldir á sama verði hvarvetna í Evrópu. Mikill fjöldi Íslendinga sem búa í Danmörku mæta á Hróarskeldu, margir kaupa miðana sína á staðnum eða af öðrum þannig að það verður aldrei hægt að vita nákvæmlega hversu margir Íslendingar fara á Hróarskeldu á hverju ári, nema auðvitað ef allir keyptu miðana sína á Íslandi. Þrátt fyrir það er ljóst að Roskilde Festival er sú allra vinsælasta meðal Íslendinga og vinsældirnar fara vaxandi með hverju ári.

Tjaldsvæðið opnar sunnudaginn 1. júlí 2007