Lennon og Sinfónían

Um viðburðinn

Hljómleikar til heiðurs John Lennon í Háskólabíói.

Vegna mikillar eftirspurnar verða þrennir auka hljómleikar haldnir laugardaginn 2. des. kl. 16 og 20 og sunnudaginn 3. des. kl 20.

Flutt verða lög eftir John Lennon sem hafa verið sérstaklega útsett fyrir sinfóníuhljómsveit og rokkhljómsveit af þessu tilefni. Fjörtíu hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands koma fram á hljómleikunum auk rokkhljómsveitar og fjölda söngvara. Kynnir er Sigurður Skúlason, leikari.

Tónlistarstjórn
Jón Ólafsson


Söngvarar
Björn Jörundur, Hildur Vala, KK, Jón Ólafsson, Sigurjón Brink, Páll Rósinkrans, Eivör Pálsdóttir, Magnús Þór Sigmundsson, Pétur Örn Guðmundsson, Jens Ólafsson (Brain Police) og Haukur Heiðar Hauksson (Dikta).

Hljómleikarnir standa í um tvo og hálfan tíma. Eitt hlé.
Áfengisveitingar í anddyri fyrir hljómleika og í hléi.

Það eru Ofurhetjur sem standa að hljómleikunum í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands.