Kántrý jól

Um viðburðinn

Hljómsveitin Arna og englahjörðin mun spila fyrir ykkur þann 6. desember á hendur í höfn. Þau munu flytja jólalög í kántrý stíl og lofa að koma öllum viðstöddum í hið eina sanna jólaskap.

Hljómsveitin sló í gegn í bræðslunni á bæjarhátíðinni Hamingjan við hafið og hefur nú bæst í hópinn einn af fremstu píanóleikurum landsins.

Í hljómsveitinni eru:
Arna Dögg Sturludóttir
Jón Þorleifur Steinþórsson
Hermann Jónsson
Tómas Jónsson

Á Hendur í höfn er í boði aðventuseðill með einstaklega girnilegum jólakræsingum.
Borðapantanir á hendurihofn@hendurihofn.is