Vangað um vetur / Anna Magga og Svenni

Um viðburðinn

Fimmtudagskvöldið 14.nóvember munu leik og söngkonan Anna Margrét Káradóttir ásamt söngvaranum,gítarleikaranum og fjallabróðurnum Sveinbirni Hafsteinssyni halda tónleika á Kiki, Laugavegi 22.

Tónleikarnir bera heitið “Vangað um vetur” og verður lagavalið í takt við það, hugljúfir tónar sem gott er að gleyma sér í.

Miðasala hefst þriðjudaginn 15.október kl 10:00 á midi.is. Tónleikar Önnu Möggu og Svenna hafa hingað til selst upp svo við mælum með að næla sér í miða fyrr en seinna.

Miðaverð: 2.690 kr.-

Hlökkum til að sjá ykkur!