Jónas á Sauðárkróki

Um viðburðinn

Tónlistarmaðurinn Jónas Sig verður með tónleika á Gránu Bistro, Sauðárkróki, fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20.30 

Með honum kemur fram hljómborðsleikarinn Tómas Jónsson og saman munu þeir búa til skemmtilegan hljóðheim í kringum tónlist Jónasar. Tónleikarnir verða á persónulegu nótunum, þar sem Jónas ræðir um hjartans málefni, sem eins og þeir vita sem þekkja, geta farið út í geim og til baka.

Miðaverð 2500 kr.