Styrktartónleikar ÞÚ GETUR!

Um viðburðinn

Styrktartónleikar ÞÚ GETUR! verða haldnir á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum 10. október kl. 20 í Bústaðakirkju til styrktar sjálfsvígsforvörnum. Allur ágóði tónleikanna rennur til Pietasamtakanna. Karlakór Kópavogs syngur undir stjórn Garðars Cortes við undirleik Hólmfríðar Sigurðardóttur. Einsöngvari er Guðrún Gunnarsdóttir. Hanna Óladóttir les ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni Stökkbrigði. Sigrún Þórarinsdóttir flytur ávarp.
Heiðursgestur er Vigdís Finnbogadóttir. 

Allir eru hjartanlega velkomnir.
Miðaverð er kr. 3.500 og eru miðar seldir við innganginn og á midi.is. 

ÞÚ GETUR! hefur starfað í rúm 10 ár og hefur 3 markmið:
1. Að fræða gegn fordómum.
2. Að styrkja ungt fólk með geðraskanir til náms. Um 140 einstaklingar hafa fengið námsstyrki.
3. Að veita þeim sem skara fram úr í geðheilsueflingu og forvörnum hvatningarverðlaun. Meðal þeirra sem fengið hafa þessa viðurkenningu eru Auður Axelsdóttir, Héðinn Unnsteinsson, starfsfólk Reykjalundar, sérfræðingar Barnastofu, Geðfræðslufélagið Hugún og í ár Pietasamtökin. 

Í stjórn ÞÚ GETUR! sitja Ólafur Þór Ævarsson, Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, Pálmi Matthíasson og Sigurður Guðmundsson.