Jónas Sig á Húsavík

Um viðburðinn

Jónas Sig kemur fram ásamt hljómsveit í Gamla bauk á Húsavík föstudagskvöldið 22. nóvember. 

Þar munu Jónas og hljómsveit flytja lög af plötunum hans en sú fjórða kom út fyrir ári síðan og hefur notið mikilla vinsælda og mörg lög hafa ratað hátt á vinsældalistum landsins. Auk þess hlaut platan Milda hjartað fjórar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna þegar þau voru veitt fyrr á þessu ári. 

Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er miðaverð kr. 4500.-