Jónína Ara - Tónleikaferð

Um viðburðinn

Þessi heillandi söngkona og lagasmiður úr Öræfasveit, sem nú býr í Noregi, mun ferðast um landið í október og nóvember á nokkrum vel völdum stöðum. Tónleikar Jónínu verða lágstemmdir að mestu þar sem Jónína deilir með okkur nokkrum vel völdum lögum úr eigin safni í bland við falleg íslensk dægurlög.  

Hin einstaka söngkona Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir syngur með Jónínu á fallega veitingarstaðnum Sjávarborg á Hvammstanga og í gróðurhúsaylnum og í tómatasælunni í Friðheimum, Bláskógarbyggð. Þá mun Hrafnhildur einnig vera Jónínu til halds og trausts á Akureyri og á Egilsstöðum. 

Tónleikatúrnum lýkur í Grindavík þar sem Jónína breytir um gýr og mætir með alla hljómsveitina sína með sér. 

Frekari upplýsingar um tónleikastaði tímasetningar og miða á www.joninamusic.com
Hægt verður að kaupa miða á tónleikastað ef ekki er uppselt. Verð kr. 2000,-

Jónína hefur spilað og komið fram víða á Íslandi, sem og í Danmörku, Noregi og Bandaríkjunum. Hún stundaði nám við Musicians Institute í Los Angeles þar sem hún lauk Associate in Art and Performance gráðu árið 2013. Þar gaf hún út sína fyrstu smáskífu, EP, Jónína Aradóttir og sína fyrstu 10 laga plötu, Remember, haustið 2017. 

Meira um Jónínu og hennar tónlist er hægt að nálgast á www.joninamusic.com

Hrafnhildur er söngkona, texta- og lagasmiður og hefur starfað í tónlist síðustu 23 ár. Hún hef komið ansi víða fram og tekið þátt í sjónvarpsþáttum s.s. The Voice og Söngvakeppni Sjónvarpsins. Að auki hef hún tekið þátt í stórum tónlistarverkefnum m.a. með RIGG viðburðum.  Haustið 2018 og vorið 2019 gaf Hrafnhildur út nokkur lög í samvinnu við aðra listamenn og er núna að vinna að breiðskífu með eigin efni. Hrafnhildur hefur lært söngtæknina Complete Vocal Technique við Söngsteypuna í Reykjavík sem og við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn  ásamt því að læra lagasmíðar hér heima.
Hægt er að hlusta á tónlist frá Hrafnhildi á Spotify og youtube.